þriðjudagur, mars 29, 2005 ::: Þreytt og leiðinlegt Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta blogg er orðið þreytt og leiðinlegt. Það var upphaflega búið til vegna Þýskalandsfararinnar forðum; hét lengi vel Þýska bloggið (reyndar man ég ekki hvort ég breytti því nokkurn tímann til baka). Nú er svo komið að ég nenni ekki á nokkurn hátt að breyta útliti þess, læra hvernig ég bý til linka á annað fólk eða nokkuð annað sem tengist þssu bloggi.
Því hef ég ákveðið að slútta færslum hér á blogspot, ætli sagnfræðingurinn í mér verði þó ekki til þess að ég vista gömlu færslurnar mínar á tölvuna mína á word-skjali. Þeir sem haldnir eru fortíðardýrkun geta þó líklegast skoðað eldri færslur þar sm ég ætla ekki að eyða þessu strax, allavega ekki fyrr en ég er búinn að vista þetta allt sjálfur.