Tíðindalaust af Vesturgötunni  

Blogum cigni


Home Archives Contact

fimmtudagur, febrúar 03, 2005 :::
 
Ástæða þess að ég hef ekki bloggað nú í einn og hálfan mánuð er að ég vil halda í hefð sem tengist vinnunni í Iðu. Samkvæmt samningi búðarinnar við Dreifingarmiðstöðina þá megum við einungis endursenda bækur til þeirra 8 sinnum á ári. Ef við deilum þessu niður á 12 mánuði þá má ég endursenda bækur á eins og hálfs mánaðar fresti. Því væri sniðugt að blogga bara einu sinni á eins og hálfs mánaðar fresti.

Nei, vinnan er ekki farinn að taka mig svo hressilega á taugum að ég skipuleggi allt mitt líf samkvæmt þeirri klukku. Ég nennti bara ekki neinu í byrjun janúarmánaðar; Nema hvað? var farin af stað með miklu trukki og svoleiðis. Þegar við loks fengum tveggja vikna pásu lagðist ég í lestur á skáldsögum og las 4 bækur á þeim tíma, er reyndar kominn langleiðina með fimmtu bókina núna. Niðurstaðan er sú að His Dark Materials-trílógían hans Philip Pullman er algjör snilld; A Spy in the House of Love er helvíti góð og býður upp á miklar og skemmtilegar umræður, en The Rule of Four (a.k.a. Belladonnaskjalið) er helvítis drasl sem býður bara upp á leiðindi og svekkelsi yfir tímaeyðslunni. Ég hef eki enn náð mér yfir því hve síðustu tveir kaflarnir í bókinni voru langir og óendanlega leiðinlegir. Eins gott að ég las ekki bókina fyrir jólin því ég hefði varað alla við hve hún væri léleg og Egill hjá JPV hefði örugglega ekki verið ánægður með það. Allavega, forðist eins og heitan eldinn!

Núna er á náttborðinu The Amber Spyglass (þriðja bókin í umræddum þríleik Pullmans) og Little Birds, erótískar sögur eftir Anais Nin, sem Fífa úr vinnunni minni lánaði mér. Sú bók lofar góðu ef ég miða við fyrstu sex sögurnar.

Pirringur dagsins: Retis, sem sér um tölvukerfið hjá okkur í búðinni, tók sig til og straujaði aðaltölvuna hjá okkur á þriðjudaginn þar sem hún hefur verið í tómu tjóni það sem af er árinu. Þessi straujun varð til þess að allur póstlisti búðarinnar hvarf úr Outlook og þar með hálfs árs söfnun af póstföngum viðskiptavina sem vildu fá tilkynningar um atburði og uppákomur í búðinni. A listanum voru um 250 manns, eitthvað sem ekki verður reddað svo glatt. Retis fær þvi vonda kallinn frá mér í dag. Aaaarrrrgh!!!

Að lokum; þar sem ég er á kvöldvöktum þessa vikuna í búðinni er ég ávallt tiltækur í einn bjór eða tvo eftir vinnu. Áhugasamir hafi samband í Gemsann.


::: posted by Svanur at 7:09 e.h.




Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com