þriðjudagur, desember 14, 2004 ::: Nýr geisladiskur
Ég eignaðist nýjan geisladisk í kvöld, ekki vegna þess að ég keypti hann né heldur vegna þess að ég fékk hann gefins í kvöld. Nei, Guja var í kvöld að segja mér frá geisladiskunum sem hún keypti sér í London og þurfti endilega að kaupa sér geisladiskinn sem ég hafði keypt handa henni í jólagjöf einmitt í London í síðasta mánuði. Þar með er ég orðinn stoltur eigandi að sönglögum Samuels Barbers með þeim Cheryl Studer og Thomas Hampson að syngja.
Tví(höfða)skinnungur Ég veit ekki hvort fólk hefur tekið eftir því en undanfarna mánuði hefur Tvíhöfði tekið upp á nokkru sem þeir gagnrýndu harkalega fyrir nokkrum árum. Allavega, þá man ég eftir því að þegar þeir komu fyrst fram, og sérstaklega í kringum Fóstbræður, þá töluðu þeir um það að þeir væru að koma með nýja tegund af gríni inn á íslenskan sjónvarpsmarkað. Spaugstofan og þeirra form væri svo útdautt og þreytt og því væri þörf fyrir eitthvað ferskt á markaðnum.
Núna er Tvíhöfði kominn aftur í sjónvarp og það með Tvíhöfðafréttir á Stöð 2. Nú hafa þeir tekið nákvæmlega upp upphaflega formið á Spaugstofunni, sem var í formi fréttatíma. Er ekki eitthvað skrýtið við þetta þar sem ég hef ekki orðið var við neitt sem gefur til kynna að þetta sé einhver djóktilvísun hjá þeim.