Tíðindalaust af Vesturgötunni  

Blogum cigni


Home Archives Contact

mánudagur, nóvember 01, 2004 :::
 
Ahemm!
Á laugardaginn hélt ég upp á útskriftina og var frekar góð mæting. Það besta við partýið var að allir voru á rassgatinu enda keypti ég tvo kassa af bjór, kút af rauðvíni, kút af hvítvíni til að bæta upp þegar fólk kláraði eigið vín. Einnig var drukkin heil flaska af Fisherman's sem ég hef ákveðið að sé nauðsynlegt í hverrt gott partý. Allavega kemur þetta fólki fljótt og örugglega af léttri ölvun yfir á hressilegt fyllerí. Var allavega rosalega gaman enda allar þær sögur sem ég hef heyrt í átt við eitthvað bull. Fólk að mumla á bekk á Bankastræti þegar í bæinn var komið, einnig var víst áralangt uppgjör mála úr Garðabænum, og að lokum drapst og ældi aðeins einn gestur.

Svo eru það fréttirnar.

Ég ligg bara í leti og fíla það í ræmur, fæ mér bjór þess á milli.

Ég er annars að fara til London ásamt Eika þann 14. nóvember að taka GRE-prófið. Ég ætla auk þess að taka TOEFL. Við verðum fram á næsta laugardag.

Rússinn hefur enn og aftur gefist upp á slövunum og er endurkoma hans áætluð 12. nóvember. Ég held meira að segja að ég sé fyrstur með þessar fréttir á vefsíðum.

Aðrar fréttir yrðu helst í formi drykkjufregna en ég ætti kannski bara að blogga um það jafnóðum. Allavega myndi ég blogga mun reglulegar ef svo væri. Stefni allavega að því.

Nóg í bili.::: posted by Svanur at 9:42 e.h.
Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com