Tíðindalaust af Vesturgötunni  

Blogum cigni


Home Archives Contact

mánudagur, október 11, 2004 :::
 
Helgin var góð
Hitti skemmtilegt fólk í bænum á föstudaginn og fór síðan í fertugsafmæli hjá Lárusi Jóhannessyni í 12 tónum á laugardaginn. Gærdagurinn fór í þynnku, bíóferð á nýjustu Almodóvar-myndina, La mala educacion, og síðan fjögurra klukkutíma törn af því að raða geisladiskunum mínum í almennilega röð í hillurnar. Mikið þjóðþrifaverk það.

Í kvöld ætla ég að byrja á lausblöðum og síðan bókum ef tími gefst til. Mig langar bara að gerast letingi í svona mánuð.


::: posted by Svanur at 2:54 e.h.




Powered by Blogger Weblog Commenting by HaloScan.com